Leita í fréttum mbl.is

15 Mínótur er nú ekki mikið.

Mér skilst að ef þetta frumvarp nær í gegn sé ræðutími 15 mín og svo í annari og þriðju umferð 5 mín. Ekki getur maður mikið sagt á 15 mín hvað þá 5 mín. Menn verða varla málefnalegri (eins og haldið hefur verið fram) ef þeir hafa styttri tíma enda gefst ekki mikill tími til að byggja um mál sitt og eflaust betra að skjóta hratt og mikið.

Mér skildist í þættinum Mannamál með Sigmundi Ernir þar sem þetta mál var rætt, að þetta væri sett svo menn gætu ekki verið með málþóf, en svo þegar Ögmundur VG sagði þetta lítinn tíma var sagt að hann gæti komið eins oft upp og hann vildi og haldið málþóf. Maður spyr sig þá ef þetta stoppar ekki málþóf til hvers er þetta? Manni sýnist að lýðræðishugsun hins mikla meirihluta sé farinn að minnka eitthvað, þeir bara nenna ekki hlusta á nein helvítis mótrök.


mbl.is VG mótmælir harðlega frumvarpi um þingsköp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi segja að þetta yrði til þess að umræðurnar myndu verða meiri og líflegri. Þetta mun vonandi skapa betri umræðu en núna er til staðar. Það hlýtur að skila betur umræðunni þegar margir ná að tala og fólk fylgist þá kannski frekar með, ræðurnar verða styttri og hnitmiðaðri. það er nú ekki hægt að segja að mannekja sem tali í tvo tíma, sé að skila betri ræðu og betri umræði en átta manneskjur á sama tíma. þetta er liður í því að Alþingi ræði málin með betri yfirsýn, og sé ekki kaffærð í einhverjum endurtekningum í langan tíma.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 19:12

2 Smámynd: Ólafur Jónsson

það er allveg rétt að gæðin felast ekki magninu og menn sem njóta þess að heyra sjálfan sig tala geta eflaust misnotað sinn rétt. Ég er ekki með því að menn tali endalaust eða endilega í 2klst, sérstaklega ef ræðan er ekki haldinn til að neins annars en að tefja tíma. Mér finnst hins vegar 15 mínótur ekki mikið.

Ólafur Jónsson, 3.12.2007 kl. 19:20

3 identicon

Þeir geta svo farið í fimm mínútur eins oft og þeim lystir ef það eru fleiri punktar sem þurfa að koma fram. En með þessu móti verður möguleiki fyrir aðra að tala á milli, og skapast þá frekar umræða.'mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Jónsson
Ólafur Jónsson

Höfundur er lögfræðingur. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband