25.11.2007 | 14:46
Nektardansstaðir og vændi.
Ég hef verið upp á síðkastið að leika mér inn á síðum nafnkunnra feminísta og verið að rökræða ( kannski ekki rétta orðið) við þær og var svona að forvitnast til um hver væri ástæðan fyrir afstöðu þeirra til vændis og nektardansstaða. Hver væru rök þeirra, en fátt var um svör, en sá strax að þær gera engan greinamun á hugtökum eins og nektardans,vændi, mansal, naugðun, ofbeldi, dópneysla osfrv. Ekki veit ekki hver er ástæðan á baki þessu, hvort það er viljandi gert til að hindra umræðu, hver vill vera tala fyrir mansali, ofbeldi og naugðun (enginn held ég). Eða hvort tilfinningar þeirra svo sterkar gegn nektardansstöðum og vændi að þær falla ofurliði gegn þeim og gleymi rökum.
Hver er munurinn á þvi að koni dansi á einhverjum svona klúbb, og segjum t.d. hollywood stjarna komi nakinn fram í mynd, eða listamaður gerir einhvern gjörning þar sem naktir líkamar sjást. Hver er vandinn sem steðjar frá þessum stöðum, hvar eru mannsals málin ekki eitt einasta slíkt mál hefur komið fyrir dóm á Íslandi. Hvar er vandamálið í kringum vændi, það er jú löglegt núna á Íslandi samt verður maður ekki beint var við það, samt er nú komið eitthvert frumvarp, sem banna á vændi eða alla vega kaupinn en salan á að vera lögleg. Við hvaða vanda er frumvarpið að bregðast, eru menn farnir að setja lög sér til gamans eða til að fullnægja einvherri persónulegri óþökk. Eða kannski bara til að skapa glundroða, hvað kemur næst lögleiða sölu dóps en banna kaupin.
Nú um daginn var borgin að neita nektardansstað leyfi til að starfa, borgin farinn að taka geðþóttarákvarðanir. Tók eftir því að tveir sjálfstæðismenn létu hafa eftir sér að þetta væri sennilega ólögmæt ákvörðun en bætu við að þeir hefðu óþökk af nektardansstöðum. Af hverju þurftu þeir að taka það fram, ef bar eða sjoppu er veit eitthvað leyfi segja þeir þá, sjoppur eru mér að skapi. NEI, ég tel að þeir hafi verið hræddir við að tapa fylgismönnum vegna þess stimpils sem róttækir feministar setja á fólk sem þorir að hafa andstæða skoðun, þetta er ekkert annað en skoðankúgun og hún lýðst ekki, komin tími til að hætta þessum undirlægjuhátt og leiða bara hjá sér þetta hjal femínista.
En svo virðist sem að þetta sé þröngur hópur sem er að ná samt nokkuð miklu fram, vegna þess að við hin erum sofandi og leyfum þessari hugtakanauðgun þeirra að viðgangast, þær tala yfirleitt með tilfinningum sjaldan rökum. En svona í lokin þá er ég svo sem ekki viss um að þessar róttækustu séu endilega á sama meiði og hinar sem muna en eftir markmiðinu, jafnrétti, ekki Kvenréttindi, en svo virðist sem aðal baráttu mál hjá þessum forustusauðum þeirra er að búa til fleiri embætti hjá ríkinu sem veita þeim sjálfum vald, peninga og áhrif.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.11.2007 | 20:59
Það er ekkert að marka svona kannanir.
Ég man þegar ég var í framhaldskóla og þurfti að taka þátt í svona könnunum, þá var það yfirleitt í lok tímans og sagt við mann, þið megið fara þegar þið eruð búinn. Svo maður flýtti sér svo mikið að maður las varla neitt sem maður var að svara og þegar maður las spurningarnar, var maður oft að grínast og hakaði við eitthvað sem var alls ekki rétt. Fyrir utan það að maður var kannski ekkert búinn leggja nákvæmlega á minnið drykkjumunstur aftur í tíman, þannig jafnvel þó maður vildi svara rétt, þá mundi maður það ekki.
Áfengisneysla framhaldskólanema áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2007 | 20:50
Auðvita er hann ósáttur, þvílíkt rugl.
Lögmaður Bóhem ósáttur við ákvörðun borgarráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2007 | 09:53
Boð og Bönn eiga bara vera um grundvallarþætti.
Í fréttunum í gær var tekist á um hvort það ætti ekki að setja í lög að banna nammiauglýsingar í barnatímanum. Hvenær ætlum við að byrja taka ábyrgð á okkur sjálfum, og hætta að segja ég er feitur út af auglýsingum í sjónvarpi. Svona hugsun endar bara með því að manni verði skylt að fara í fitumælingu hjá ríkinu, fituprósentan síðan sett inn á kort sem væri svipað og debet kort. Svo ef maður ætlaði að fara t.d. inn á KFC þyrfti maður að renna kortinu í gegnum posa og ef fituprósentan væri hærri en segjum 8% þá myndi hurðin ekki opnast.Er það ekki góð hugmynd ???
15.11.2007 | 12:49
Ég vorkenni OJ.
Maður getur ekki annað en vorkennt OJ Simpson, hinn góðkunni ruðningskappi og gamanleikari sem gerði garðinn frægan í Meistarverks trilogiuni Naked Gun. Maður var sýknaður í opinberu máli á hendur sér, ekki var sannað "without reasonable doubt" að hann hafi gert voðaverkið, og er hann því þar af leiðandi saklaus. En svo fóru ættingjarnir í einkamál við hann og fóru fram á skaðabætur vegna morðsins, í einkamálarétti eru gerðar vægari sönnunarkröfur og þar var hann dæmdur til að greiða bætur f. morðið. SAMA MORÐ OG HANN VAR SÝKNAÐUR AF.
Manni finnst eðlilegt að sé maður sýknaður af dómstólum, þá sé ekki hægt að byggja skaðabótamál á því að maður hafi framið glæp samt sem áður. Í kjölfar þessa asnagangs er varla til það mannsbarn sem telur OJ saklausan þrátt fyrir sýknudóm.
Réttað verður í máli O.J. Simpson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2007 | 13:08
Af hverju ætti hún að vera liðinn.
Maður fær ekki betur séð en að mennirnir hafi verið bannaðir af málefnalegum forsendum ef eigandinn segir satt, dólgslæti, slagsmál og ítrekuð ósæmileg ef ekki refsiverð hegðun gagnvart konum. Feministar landsins hljóta að fagna að svona sé tekið á mönnum.
Ps. ótengd frétt, samt nokkuð sérstakt alltaf þegar bar eða skemmtistaðar eigandur verða voða fúlir yfir að fólk verði fullt, maður hefði haldið að fulli maðurinn væri að eyða meira á barnum heldur en edrú maðurinn sem drekkur vatn. Sami maður og eigandi kallar fífl og óþolandi fyllibyttu gæti hugsanlega verið hans besti viðskiptavinur. Ekki verður maður edrú af áfenginu sem hann selur.
Dónaleg framkoma ekki liðin“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2007 | 11:22
Ofsatrú á lögreglu.
Nú hefur verið í fréttum mál þar sem tveir lögreglumenn eru sýknaðir í héraði, en málavextir voru þeir að lögreglumenn voru ölvaðir (viðurkenn það sjálfir) í bumbuslag, sem endaði með því að einvher rakst í konu með mjög svo hörmulegum afleiðingum. Ef marka má fréttir fóru lögreglumenn og báðu hana strax afsökunar með blómum daginn eftir en harðneita að svo fyrir dómi að hafa rekist í hana í þessum bumbuslag sínum.
Við þetta mál er margt sem stingur mann sérstaklega, svo virðist sem rannsóknin fór allt og seint fram sem gerði sönnunarstöðu erfiðari fyrir konu, í öðru lagi voru tjónvaldarnir (lögreglumennirnir) spurðir einhliða út í málavexti og kona vissi ekki einu sinni af rannsókn sem var jú út af bótamáli hennar og hún ekkert spurð og þegar konan sendir ríkissaksóknara erindi um þetta rannsóknarferli er sagt að ekkert sé að þessari rannsókn, að vísu kemur annað hljóð í kútin þegar umboðsmaður alþingis kemur í málið þá viðurkenna þeir að ekki hafi staðið rétt af rannsókn.
Svo virðist sem Ríkissaksóknari geti ekki litið hlutlaust á mál þar sem lögreglumenn er blandaðir í taka bara sjálfkrafa afstöðu með þeim þó allt bendi til þess maðkur sé í mysunni.
Þegar menn eru fullir og lögreglan er að yfirheyra þá eru þeir yfirleitt teknir sem ótrúverðugt eða alla vega ekki traustvekjandi vitni, en þegar lögreglan er blindfull þá eru þeir teknir sem 100 % trúverðug vitni. Lögreglumenn eru mannlegir þeir reyna að vernda sitt eigið skinn eins og allir, ekki get ég fullyrt að þeir séu sekir en þó virðist mál þetta ekki nægilega vel rannsakað og mér finnst að konan eigi ekki að þurfa líða fyrir óheiðarleg störf lögreglu. ( þá er ég að tala um rannsókn málsins).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 19:15
Nýtt frumvarp um jafna stöðu kvenna og karla.
Þetta frumvarp virðist ganga nokkuð langt í því að leggja á kvaðir á fyrirtæki. Ef ekki er saminn einhver jafnréttis áætlun og henni á að fylgja framkvæmdaráætlun, er mögulegt að sekta fyriræki um 50.000 kr daglega.
Sbr.
18 gr. Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skulu setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Skal þar m.a. sérstaklega kveðið á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum þau réttindi sem kveðið er á um í 19.22. gr. Framkvæmdaáætlun skal fylgja jafnréttisáætluninni eða starfsmannastefnu en hvort tveggja skal endurskoðað á þriggja ára fresti
úr seinni hluta 18. gr.Verði fyrirtæki eða stofnun skv. 2. mgr. ekki við fyrirmælum Jafnréttisstofu skv. 4. mgr. getur Jafnréttisstofa ákveðið að viðkomandi fyrirtæki eða stofnun greiði dagsektir þar til farið verður að fyrirmælunum. Hið sama á við þegar fyrirtæki eða stofnun lætur hjá líða að afhenda Jafnréttisstofu afrit af jafnréttisáætlun eða starfsmannastefnu sinni ef jafnréttisáætlun er ekki fyrir hendi ásamt framkvæmdaáætluninni þegar Jafnréttisstofa óskar eftir því eða neitar að afhenda Jafnréttisstofu skýrslu um framgang mála, sbr. 3. mgr. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynnt bréflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að.
Dagsektir geta numið allt að 50.000 kr. hvern dag.