Leita í fréttum mbl.is

Boð og Bönn eiga bara vera um grundvallarþætti.

  Menn mega ekki gleyma því að í hvert sinn sem sett eru ný lög sem banna eitthvað er verið að skerða frelsi okkar til athafna. Frelsi á aldrei að skerða nema það séu veigamikil rök, og það er algjört lágmark að háttseminn sé að skaða einvhern annan en þann sem framkvæmir hana undantekningar frá því þurfa að vera í algjörum jaðartilvikum.     

Í fréttunum í gær var tekist á um hvort það ætti ekki að setja í lög að banna nammiauglýsingar í barnatímanum. Hvenær ætlum við að byrja taka ábyrgð á okkur sjálfum, og hætta að segja ég er feitur út af auglýsingum í sjónvarpi. Svona hugsun endar bara með því að manni verði skylt að fara í fitumælingu hjá ríkinu, fituprósentan síðan sett inn á kort sem væri svipað og debet kort. Svo ef maður ætlaði að fara t.d. inn á KFC þyrfti maður að renna kortinu í gegnum posa og ef fituprósentan væri hærri en segjum 8% þá myndi hurðin ekki opnast.Er það ekki góð hugmynd ???

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála, þjóðfélagið er farið að ýta ábyrgðinni frá sér. Fólk vill alltaf kenna einhverju öðru um en sjálfu sér.

Ertu með þessu að spá hvort að þetta frumvarp fari gegn meðalhófsreglunni? 

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: Ólafur Jónsson

Það er góð pæling, nei ég var eiginlega bara að pirra mig á því að, endalaust poppa upp einhverjar hugmyndir um að banna eitthvað, endalaust á að taka ábyrgðina frá okkur sjálfum.

Ég var bara hugsa, vegna þess að eina sem maður heyrir nú til dags eru fleiri tegundur af boðum og bönnum. 

Til að mynda eru Hnefaleikar ennþá bannaðir á Íslandi ( bara leyfðir ólympískir, en kickbox er leyfilegt), umferðalöggjöf verður strangari og strangari menn þurfa að vera stórefnaðir til að fara 10-20 yfir hámarkshraða. Lögreglusamþykkt sem er farinn að vera talsvert íþyngjandi fyrir skemmtanalífið, endilega taka hart á alvöru glæpum en að rukka fólk 10 þúsund kall fyrir henda dós sem einhver annar græðir á að fara með í endurvinnsluna er bull og yfirheyra þann aðila út af (dósa)glæp allt kvöldið og þar með skemma hans kvöldstund er fáranlegt.  

Menn verða fara eftir lögum, en lögin verða vera skynsamleg og fara eftir eðli brota.

Með illa hugsaðri löggjöf getur orðið meiri skaði en með engri löggjfö á tilteknu sviði. Þannig ég segi með lögum skal land byggja og ólögum eyða.

Ísland er með mörg helstu einkenni fasistaríkis, mér hugnast það  ekki.

Ólafur Jónsson, 20.11.2007 kl. 12:04

3 identicon

Ég tel þessa hugmynd þína um fitumælingarkort mjög fína.

Það gengur ekki að vera með þessa fitumannastefnu.

Maðurinn er ófullkominn og það er ríkið sem á að gera allt í sínu valdi að setja lög hvað varðar gallana.

Fasistinn (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 12:29

4 Smámynd: Ólafur Jónsson

Ég ætla rétt að vona að fasistinn sé að grínast, ef ekki þá eru áhyggjur mínar greinilega réttmættar.

Ólafur Jónsson, 20.11.2007 kl. 13:01

5 identicon

Það er ég ekki félagi, þú sást berlega afleiðingar bumbuslagsins á Selfossi.

Það þarf að herða reglur... Agi er eina sem mannskeppnan skilur

Fasistinn (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 15:26

6 Smámynd: Ólafur Jónsson

Já, það er rétt, að vísu sá ég ekki afleiðingarnar, en sá frétt og las dóminn, þar virtist ekki allt með feldu. En með hertum reglum kæmi maður nú sennilega ekki í veg fyrir að löggan misnoti stöðu sína í málum sem snúa að þeim.

Ólafur Jónsson, 20.11.2007 kl. 16:16

7 identicon

Þetta frelsi er svo ofmetið, það sem þarf er bara almennilegur agi.

Sé löggan undir aga fer hún ekki í slíka barnaleiki

fasistinn (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 19:40

8 Smámynd: Halla Rut

Um hvaða mál eru þið að tala???

Þetta auglýsingabann er alveg út í hött. Hver á að segja hvað er hollt og hvað er óholt. Skyr og jógúrt er t.d. ekki með minna magni af sykri og PrincePolo svo má þá ekki auglýsa Skyr.is?  Epla djús er verri fyrir tennur en margir gosdrykkir og má þá ekki auglýsa Epla Svala?

Það er ekki hægt að framfylgja þessu. Það yrðu endalausir árekstrar. Fræðsla er það eina sem dugar hér.

Skyndimatur og gotterí er í lagi í hófi eins og svo margt annað sem við leyfum okkur til tilbreytingar. Það er gaman að breyta út af venju og fá sér djúsí hamborgara. Fólk þarf að bera ábyrgð á sjálfum sér og sínum börnum. Hlutverk stjórnvalda er svo að fræða og hafa aðgengi af upplýsingum gott.

Halla Rut , 22.11.2007 kl. 03:10

9 Smámynd: Ólafur Jónsson

Það er ekki skrítið að þú spurjir að því enda var ég ekki að tala um neitt sérstakt mál, ég var eiginlega bara pirra mig yfir því almennt hvað forræðishyggjan er orðinn mikil, og orsökin fyrir æsingnum var þetta auglýsingabann í barnatímanum.

Það er góður punktur hjá þér, hvað er óhollt, hvar yrðu mörkin dregin, það eru hitaeiningar í öllum mat, svo gætu líka komið óbeinar auglýsingar eins og með (létt)bjórinn. Þannig gæti KFC eflaust auglýst salatið sitt eða eitthvað slíkt.

Ólafur Jónsson, 22.11.2007 kl. 11:41

10 Smámynd: Halla Rut

Einmitt, góð hugmynd fyrir þá að auglýsa salat. Þetta er bara ekki hægt það sér það hver vitiborin maður.

Halla Rut , 22.11.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Jónsson
Ólafur Jónsson

Höfundur er lögfræðingur. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband