Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Ofsatrú á lögreglu.

Nú hefur verið í fréttum mál þar sem tveir lögreglumenn eru sýknaðir í héraði, en málavextir voru þeir að lögreglumenn voru ölvaðir (viðurkenn það sjálfir) í bumbuslag, sem endaði með því að einvher rakst í konu með mjög svo hörmulegum afleiðingum. Ef marka má fréttir fóru lögreglumenn og báðu hana strax afsökunar með blómum daginn eftir en harðneita að svo fyrir dómi að hafa rekist í hana í þessum bumbuslag sínum.  

Við þetta mál er margt sem stingur mann sérstaklega, svo virðist sem rannsóknin fór allt og seint fram sem gerði sönnunarstöðu erfiðari fyrir konu, í öðru lagi voru tjónvaldarnir (lögreglumennirnir) spurðir einhliða út í málavexti og kona vissi ekki einu sinni af rannsókn sem var jú út af bótamáli hennar og hún ekkert spurð og þegar konan sendir ríkissaksóknara erindi um þetta rannsóknarferli er sagt að ekkert sé að þessari rannsókn, að vísu kemur annað hljóð í kútin þegar umboðsmaður alþingis kemur í málið þá viðurkenna þeir að ekki hafi staðið rétt af rannsókn.

Svo virðist sem Ríkissaksóknari geti ekki litið hlutlaust á mál þar sem lögreglumenn er blandaðir í taka bara sjálfkrafa afstöðu með þeim þó allt bendi til þess maðkur sé í mysunni.

Þegar menn eru fullir og lögreglan er að yfirheyra þá eru þeir yfirleitt teknir sem ótrúverðugt eða alla vega ekki traustvekjandi vitni, en þegar lögreglan er blindfull þá eru þeir teknir sem 100 % trúverðug vitni. Lögreglumenn eru mannlegir þeir reyna að vernda sitt eigið skinn eins og allir, ekki get ég fullyrt að þeir séu sekir en þó virðist mál þetta  ekki nægilega vel rannsakað og mér finnst að konan eigi ekki að þurfa líða fyrir óheiðarleg störf lögreglu. ( þá er ég að tala um rannsókn málsins).  

 


Nýtt frumvarp um jafna stöðu kvenna og karla.

Þetta frumvarp virðist ganga nokkuð langt í því að leggja á kvaðir á fyrirtæki. Ef ekki er saminn einhver jafnréttis áætlun og henni á að fylgja framkvæmdaráætlun, er mögulegt að sekta fyriræki um 50.000 kr daglega.   

Sbr.

18 gr. Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skulu setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Skal þar m.a. sérstaklega kveðið á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum þau réttindi sem kveðið er á um í 19.–22. gr. Framkvæmdaáætlun skal fylgja jafnréttisáætluninni eða starfsmannastefnu en hvort tveggja skal endurskoðað á þriggja ára fresti

úr seinni hluta 18. gr.Verði fyrirtæki eða stofnun skv. 2. mgr. ekki við fyrirmælum Jafnréttisstofu skv. 4. mgr. getur Jafnréttisstofa ákveðið að viðkomandi fyrirtæki eða stofnun greiði dagsektir þar til farið verður að fyrirmælunum. Hið sama á við þegar fyrirtæki eða stofnun lætur hjá líða að afhenda Jafnréttisstofu afrit af jafnréttisáætlun eða starfsmannastefnu sinni ef jafnréttisáætlun er ekki fyrir hendi ásamt framkvæmdaáætluninni þegar Jafnréttisstofa óskar eftir því eða neitar að afhenda Jafnréttisstofu skýrslu um framgang mála, sbr. 3. mgr. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynnt bréflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að.
    Dagsektir geta numið allt að 50.000 kr. hvern dag.


« Fyrri síða

Höfundur

Ólafur Jónsson
Ólafur Jónsson

Höfundur er lögfræðingur. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband