Leita í fréttum mbl.is

Nektardansstaðir og vændi.

Ég hef verið upp á síðkastið að leika mér inn á síðum nafnkunnra feminísta og verið að rökræða ( kannski ekki rétta orðið) við þær og var svona að forvitnast til um hver væri ástæðan fyrir afstöðu þeirra til vændis og nektardansstaða. Hver væru rök þeirra, en fátt var um svör, en sá strax að þær gera engan greinamun á hugtökum eins og nektardans,vændi, mansal, naugðun, ofbeldi, dópneysla osfrv. Ekki veit ekki hver er ástæðan á baki þessu, hvort það er viljandi gert til að hindra umræðu, hver vill vera tala fyrir mansali, ofbeldi og naugðun (enginn held ég). Eða hvort tilfinningar þeirra svo sterkar gegn nektardansstöðum og vændi að þær falla ofurliði gegn þeim og gleymi rökum.

Hver er munurinn á þvi að koni dansi á einhverjum svona klúbb, og segjum t.d. hollywood stjarna komi nakinn fram í mynd, eða listamaður gerir einhvern gjörning þar sem naktir líkamar sjást. Hver er vandinn sem steðjar frá þessum stöðum, hvar eru mannsals málin ekki eitt einasta slíkt mál hefur komið fyrir dóm á Íslandi. Hvar er vandamálið í kringum vændi, það er jú löglegt núna á Íslandi samt verður maður ekki beint var við það, samt er nú komið eitthvert frumvarp, sem banna á vændi eða alla vega kaupinn en salan á að vera lögleg. Við hvaða vanda er frumvarpið að bregðast, eru menn farnir að setja lög sér til gamans eða til að fullnægja einvherri persónulegri óþökk. Eða kannski bara til að skapa glundroða, hvað kemur næst lögleiða sölu dóps en banna kaupin.  

Nú um daginn var borgin að neita nektardansstað leyfi til að starfa, borgin farinn að taka geðþóttarákvarðanir. Tók eftir því að tveir sjálfstæðismenn létu hafa eftir sér að þetta væri sennilega ólögmæt ákvörðun en bætu við að þeir hefðu óþökk af nektardansstöðum. Af hverju þurftu þeir að taka það fram, ef bar eða sjoppu er veit eitthvað leyfi segja þeir þá, sjoppur eru mér að skapi. NEI, ég tel að þeir hafi verið hræddir við að tapa fylgismönnum vegna þess stimpils sem róttækir feministar setja á fólk sem þorir að hafa andstæða skoðun, þetta er ekkert annað en skoðankúgun og hún lýðst ekki, komin tími til að hætta þessum undirlægjuhátt og leiða bara hjá sér þetta hjal femínista. 

En svo virðist sem að þetta sé þröngur hópur sem er að ná samt nokkuð miklu fram, vegna þess að við hin erum sofandi og leyfum þessari hugtakanauðgun þeirra að viðgangast, þær tala yfirleitt með tilfinningum sjaldan rökum. En svona í lokin þá er ég svo sem ekki viss um að þessar róttækustu séu endilega á sama meiði og hinar sem muna en eftir markmiðinu, jafnrétti, ekki Kvenréttindi, en svo virðist sem aðal baráttu mál hjá þessum forustusauðum þeirra er að búa til fleiri embætti hjá ríkinu sem veita þeim sjálfum vald, peninga og áhrif.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sniðug pæling hjá þér.

Ég er t.d. á móti nektardansstöðum og af fleiri en einni ástæðu. Ein þeirra er að mér finnst þetta meiri ómenning en menning því þó mál hafi ekki ratað inn í dómskerfið þá eru þau nú til. Oftar en einu sinni hafa komið upp mál sem varða stúlkur sem áttu að dansa en var svo sagt að selja sig. Ég man þó aðeins eftir einni stúlku sem hefur komið fram undir nafni í viðtali og lýst vinnu sinni innan þessara staða.

Þegar eftirlit var hert þá fluttu staðirnir aðal starfsemina/vændið inn í önnur hús. Stúlkurnar voru selflutta milli húsa með starfsmanni, bæði fram og til baka. Ég þekki slíka starfsmenn og lýsingar þeirra á meðferð stúlknana er ófögur. Þetta getur auðveldlega haft áhif á afstöðu mína.

Nektin sem slík pirrar mig ekki, en ef hægt er að líkja nektardansi við bíómynd þá er svo sem ekkert af því að sleppa þessari tegund afþreyingar, sem kostar hvort sem er allt of mikinn pening og opna bara fleiri vídeóleigur með gott úrval af stelpustrippmyndum

Ekki ætla ég nú að tala mikið um þetta blessaða frumvarp. Ég held ég verði bara að vera ómálefnaleg og segja að mér finnist þetta frumvarp of heimskulegt til að eyða tíma eða orku í að ræða það. Frumvarpinu verður ekki breytt á næstunni svo orð meiga sín lítils.

Ólögmætar ákvarðanir....skrýtið að gangast samviskulaust við slíku, vera í aðstöðu til að breyta því, en kjósa að gera það ekki. Eða er orðið "sennilega" í setningunni til þess eins að geta látið á ólögmætið reyna?  

Isöld (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 03:14

2 Smámynd: Ólafur Jónsson

Það kann að hljóma furðulega, en ég er svo sem ekkert að sækja svona staði heim, frekar enn vændið. Mér finnst bara ekki gott né málefnalegt að setja í refsilög, eða í lög yfir höfuð, eitthvert siðferði eða skoðun einvhers hóps. Segjum að mér finnist hestamennska ómenning, hamast svona á þessum blessuðu dýrum, ég vill banna það mér bara finnst það viðbjóðslegt og leiðir til dýrakláms ( smá ýkt dæmi).

Já það getur verið að það sé eitthvað viðloðiði við svona staði einhver slæm starfssemi, en löggan veit þá hvar á að leita, ekki er betra að það sé gert í einvherju heimahúsi, meiri möguleikar fyrir stjórnvöld að fylgjast með þessari starfssemi.

Glæpastarfssemi getur þrifist innan allra tegunda fyrirtækja, mér finnst það betri leið að banna og eltast við sjálfan glæpinn heldur en að fara banna alla staði sem þeir poppa upp. Tökum íþróttafélög, það hefur komið fyrir að þjálfarar eru að selja eða redda íþróttamönnum sterum, eigum við að banna íþróttafélög.

Ég segi sennilega því dómarar eru menn, geta haft skoðun á þessu, þótt vera þetta ómenning og dæmt, málið vitlaust, þ.e. ekki eftir lögum heldur eftir eigin siðferði og rökstutt með allsherjareglu eða slíkt, hræðast jafnvel að ef þeir dæmi með strippstaði fari fólk að telja þá með slíkum stöðum. Maður hefur séð slíkt gerast.

En auðvita er það miður, og viðbjóðslegt, þegar konur eru beittar frelsisviptingu, og eru fórnalömb mannsal og píndar út í þessa hluti (vændi), ég er algerlega sammála því. En þetta er í raun eitt af því sem er erfitt við að ræða þessi mál, það fer alltaf út í stærri og alvarlegri hluti en einfaldan nektardans. En dæmið með leikara og listamenn var bara til að sýna tvískinnung, þeir geta verið naktir í myndum og í einhverjum gerningum, en ef kona gerir það fyrir einvhern lítinn hóp þá er ekki lagi, ég hefði haldið að hitt væri í raun þá verri glæpur vegna þess að kvikmynd og þessir listagerningar dreifast til mun fleirri aðila. En nú er ég farinn að svara rökum femínista sem ég var að ræða um en ekki þínum.

Enn ég skil þína afstöðu mjög vel, ég er ekki svo hrokafullur að ég telji að það sem ég segi hljóti að vera rétt, en þetta er bara mín skoðun.

Ólafur Jónsson, 26.11.2007 kl. 10:42

3 identicon

góður pistill hjá þér :)

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Jónsson
Ólafur Jónsson

Höfundur er lögfræðingur. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband